11540
Líðum aldrei ofbeldi gegn börnum
Stöðvum feluleikinn er átak UNICEF til að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Á Íslandi búa 80.383 börn. Fleiri en 13.000 af þeim verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, sum hver daglega. Ný tölfræði UNICEF varpar ljósi á þessa alvarlegu stöðu.
Skoða tölfræði hér.
Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta á stjórnvöld að standa vaktina.
Hver er feluleikurinn?
Feluleikurinn á sér margar birtingarmyndir...
Við viljum stöðva feluleikinn sem á sér stað í kringum ofbeldi gegn börnum á Íslandi.
Hvað viljum við að fólk geri?
Við viljum að fólk skrifi undir og skapi þannig með okkur breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Þessi breiðfylking lærir að bregðast við ef það grunar að barn búi við ofbeldi og þrýstir á stjórnvöld um breytingar.
Hvað gerist í framhaldinu?